tisa: Sumir ættu ekki að eiga bifreið

miðvikudagur, júlí 19, 2006

Sumir ættu ekki að eiga bifreið

Og áfram heldur sú örvhenta að vera vangefin þegar kemur að því að eiga bíl.

Þetta byrjaði allt á mánudaginn.

Ég kem heim um morguninn eftir að hafa gist nóttina hjá henni Freyju, sem er staðgengils loverinn minn meðan sumir eru í labbitúr á Kárahnjúkum... Ég sem sagt drep á bílnum og opna húsið mitt með lyklunum mínum og hendi þeim svo á kommóðuna mína góðu.
Hálftíma seinna ætla ég svo á bókasafn með móður minni. Ég tek lyklana af kommóðunni og viti menn, bíllykillinn horfinn!
Ég leita og leita en lykillinn er gufaður upp. Húslyklarnir eru þarna, en bíllyklarnir hurfu af kippunni.
Dularfullt ...
Þetta var samt allt í lagi þar sem ég á nú aukalykil og ég fór á bókasafnið.

Svo á þriðjudaginn sem er þá dagurinn á eftir mánudeginum þá ákveð ég að fara með hana Kristjönu litlu Fenger í ísbíltúr. Við förum upp í Skeifu í ísbúðina þar. Þegar ég er stigin út úr bílnum og búin að læsa og allt uppgvöta ég mér til mikillar skelfingar að bíllykilinn er inni í bílnum. Og enginn aukalykill eftir.

Það ættu að vera einhverskonar verðlaun fyrir fólk eins og mig.

Pabbi reyndi að brjótast inn í bílinn í dag en hann er nokkuð vel brotheldur, enda er enginn ruslarabíll þarna á ferðinni.

Pabbi hringdi þá í neyðarþjónustu fyrir svona atvik. Ég fékk spjald frá þeim, þeim grunaði örugglega að ég yrði reglulegur viðskiptavinur.

En já niðurstaðan úr þessu bloggi er sú að ég er fífl. Bravó!

Hey já, svo var ég að keyra án ökuskírteinis í fyrradag og þá er löggan akkúrat að stöðva alla á götunni. Mér tókst að svegja framhjá. Æsispennandi lögguaction. VÁ

Spurning hvort maður skelli sér í heimsókn til Margrétar fórbrotnu. Eða að ég fái mér túnfisksalat.... hmmm

Tinna – Leti er lífstíll

tisa at 19:18

3 comments